Af hverju mátti ekki birta skýrsluna?

Það var sem mig grunaði (sjá síðustu færslu). Bjartsýnisgreinin hans Gylfa í morgun var í besta falli blekkingaleikur. Hvernig datt honum í hug að skrifa grein um að útlitið væri bjartara en menn vildu vera láta þegar hann var ný búinn að fá þessa skýrslu í hendurnar sem segir að staðan sé mun alvarlegri en áður var talið.

Hvers vegna mátti ekki birta þessa skýrslu?

Er þetta ekki frétt? Nei, þetta er stórfrétt og mjög mikilvægar upplýsingar um stöðu íslensks atvinnulífs.

Það verður að birta þessa skýrslu ekki seinna en á morgun. Í henni eru svör við mikilvægustu spurningunum um stöðu efnahagslífsins. Hver er t.d. staða heimilanna? Hvað reikna menn með að margar fjölskyldur kikni undan skuldabyrðinni? Þessi svör munu gefa mikilvægar vísbendingar um hvers er að vænta á fasteignamarkaðinum. 

Annars á Sigmundur heiður skilinn fyrir að birta þessar upplýsingar og hugmyndir sínar um niðurfellingu skulda. Hann er hratt vaxandi stjórnmálamaður.   

 

 


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Já, af hverju má aldrei UPPLÝSA þjóðina um SANNLEIKANN..?  Bara sú staðreynd að ennþá er verið að "ljúga að okkur & halda leyndum skýrslum" leiðir til skorts á trausti og maður fær í raun bara kuldahroll að hlusta á þessa "atvinnulygara sem eru í stjórnmálum".  Nú á að reyna að "tala upp þjóðarskútuna - alveg eins og reynt var að tala upp svikamyllur bankanan".  Ég frábið mér að vera þátttakandi í slíkum blekkingar leik!  Hélt að nóg væri komið að "sýndarveruleika & lygum", en ég sé að gera á aðra tilraun til að hafa okkur (þjóðina) að bjánum...!  Hingað og ekki lengra, við biðjum um sannleikann, ekki "endarlaust froðusnak..."  Truth will set yOu free..!

Gleðilegt sumar - kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 23.4.2009 kl. 23:48

2 identicon

Var að hugsa það bara í dag frændi að ég saknaði skrifa þinna, þau vantaði sárlega. Og hvað svo? Fatta bloggið þitt kæri kæri!

Guðrún Inga (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband