Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Sæll elsku vinur

Þú veist ekki hversu mörg óteljandi skipti ég hef hugsað til þin. Ég er ekki með email á þig. En ég sendi þer og okkar þingmönnum litla ræðu. En láttu mig hafa emailið þá get ég nú skrifað þér vinur minn. Viðar Örn Sævarsson // 27.1 2010 kl. 07:17 Ég vil bara benda á eitt áður en haldið er til byltingar. Þessi frestun skýrslunnar sem nú blasir við. Hún þarf ekkert endilega að vera slæm, eða það er að segja það þarf ekkert að vera slæmt að skoða málin betur. Hins vegar er það grafalvarlegt mál ef að skýrsla er til í dag að henni sé ekki komið út. Eigum við að treysta alþingismönnum til að sitja á einhverri þeirri alblóðugustu skýrslu í sögu lýðveldisins þar sem að flest málin í skýrslunni urðu til vegna þess að embættismenn og alþingismenn sátu á skýrslum og vitneskju í áraraðir. Þessi skýrsla verður að koma fram strax og síðan getum við bara fengið aðra eftir mánuð og sjálf borið þær saman. Hversu mikið verður klippt úr, hverjir ráða þvi hvað verður klippt úr og bætt í. Ég segi bara einsog Jón Hreggviðsson myndi örugglega segja, hvenær stelur maður reipi og hvenær stelur maður þvi ekki. Nú ef einhver sem sakaður er um að stela reipi í þessari skýrslu en er síðan ekki sakaður um það í næstu skýrslu eftir mánuð er þá ekki tilvalið fyrir okkur öll að hafa báðar skýrslurnar í höndunum. Ef einhver sem talinn er sekur í núverandi skýrslu verður sýknaður í þeirri næstu þá eigum við ekki eftir að trúa orði um það nema að við getum sjálf fylgst með ferlinu. Ég hreinlega skil ekki þessa “andskotans afstöðu “stjórnmálamann útyfir heitasta helvíti. Það logar allt hérna og buxur þingmanna standa í björtu báli, samt eru þeir alltaf að reyna að fela litla öskubúta og blossa sem kannski engu máli skipta. Þingmenn verða að fara að skilja það að þeir eru í starfi sem þingmenn en ekki höfundar örlaga okkar. Og allir þeir sem hafa haft starf yfir höfuð vita það að það léttir manni það að vera mannlegur í starfi ef maður hefur hlutina á yfirborðinu og leynir ekki neinu. Ég hugsa að t.d mikið af fólki sem eflaust á fullt af leyndarmálum og skemmtilegum tómstundarstörfum blandi þvi ekki í starf sitt og vinnur starf sitt heiðarlega og á opinn hátt. Ég hugsa að þingmenn setji sig oft í erfiðari stöðu en þeir eru í . Bílasalinn er t.d ekki öfundsverður af þvi að hann stendur oft frammi fyrir þeirri staðreynd að reyna að selja bíl sem kannski ekki er í fullkomnu standi ,en hann þarf ekki að ljúga frekar en hann vill og ég er viss um að margir bílasalar væru tilbúnir að segjast vera heiðarlegir. Þingmenn sem eru að reyna að selja okkur bilaða bíla endalaust vitandi um alla gallana verða að fara að horfast í augu við raunveruleikann. Þó að Geir Haarde hafið fengið gullkálfinn uppí hendurnar á sínum tíma og geta leikið sér einsog barn alla sína forsætisráðherratíð og sýslað með hlutina einsog hann var í skapi til þá og þann daginn þá geta núverandi stórnarliðar ekki leyft sér það. Geir gat brennt peninga og kastað þeim í ruslatunnur útum allan heim þvi það var allt fullt af þeim í umferð. Þið núverandi þingmenn hafið ekki þessa peninga lengur og þeir peningar sem ykkur langar nú að fá eru okkar peningar og við krefjumst þess(ég) að þið hættið þessu leynimakki og persónuvörnum endalaust. Það leynast eflaust endalausar hæðir af mannlegum mistökum í þessu hruni. Íslendinar eru þeir kostum gæddir að þeir eiga einstaklega létt með að fyrirgefa hvorum öðrum og finna farsælar lausnir. En það er bæði gott fyrir þann sem ætlar að fyrirgefa og þann sem þarf á fyrirgefningunni að halda að vita hvor af öðrum. Hreinsa þetta eitraða leiðinda andrúmsloft. Ég man þegar að Árni Johnsen var “böstaður “í beinni útsendingu í ríkisútvarpinu. Ég var úti á sjó og í pásum hlustuðum við á Árna smám saman breytast úr umdeildum stjórnmála og lífskúnstner í þjóf. Mörg orð voru höfð um borð og mjög hörð og þetta þótti þjófnaður með ósvífnasta móti þótt í raun hafi þetta bara verið þjófnaður einsog margur annar þjófnaður hjá háum sem lágum. Nokkru seinna hafði Árni borgað skuld sína við samfélagið og sem betur fer sýndi íslenska þjóðin það að þegar að sekur maður gengst við sekt sinni þá er hann frjáls að lokum. Þetta er eitt af hinum fallegu hlutum við réttaríkið á köflum. Afhverju í andskotanum geta þessir þjófar sem hér um ræðir ekki bara komið fram þvi þeir munu allir finnast að lokum. Það ætlar enginn að hálshöggva neinn fyrir reipið en við erum sagnfræðilega nauðbeygð til þess að komast að þvi hvað við það var gert og hver gerði það , fyrst og fremst til þess að við látum þetta ekki gerast aftur. Skurðlæknar lenda eflaust oft í því að sjúklingar deyja í höndunum á þeim, oftast sjúklingar sem ekki var hægt að bjarga og kannski stundum sjúklingar sem hægt var að bjarga en ekki tími til að komast að þvi hvað amaði að á þeim fáu sekúndum sem þeir höðfu yfir að ráða. Þingmenn standa nú við skurðarborðið og klóra sér í hausnum yfir öllum sjúklingunum sem hrannast á borðið og skilja hvorki upp né niður og kroppa bara aðeins í hvern og einn og nú er þetta farið að líkjast þvi að þeir vilji helst bara fela sjúklingana undir skurðarborðinu og sýna kannski bara þá fallegustu og hraustustu og telja sér síðan trú um að þetta reddist . Þetta reddast bara ef einhverjir redda því og það erum við sem erum þessir þeir. Við krefjumst þvi þess að fá að vita hvað það er sem við eigum að redda og það strax. Íslendingar í heild sinni eru þúsund sinnum betri í að redda hlutunum með snarræðum heldur en nokkrir þingmenn í litlum sal. Ekki að ég sé að gera lítið úr þingmönnum heldur meira að benda á þá staðreynd að þekking á öllum sviðum íslensks mannlífs, viðskiptalífs og atvinnulífs, heimspeki og heilsusviði , liggur hjá þjóðinni og þvi fyrr sem hun fær að lesa yfir allar sínar mismunandi sjúkdómsgreiningar því fyrr mun hun redda hlutunum. Þingmenn eru til þess að miðla upplýsingum ekki til þess að svipta þær hulu. Skýrsla 2 í lok mánaðarins getur bara orðið trúverðuleg ef við fáum að sjá skýrslu 1. Og við viljum ekki sjá “remixið “af skýrslu 1 í lok mánaðar. Við viljum sjá hana einsog hún er NÚNA. Ef að þingmenn hafa einhvern snefil af heiðarlegri sómatilfinningu þá láta þeir sér þessi orð varða. Rita ummæli

Viðar Örn Sævarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. jan. 2010

Til hamingju

Já innilega til haminjgu minn kæri bróður með síðuna og takk fyrir að láta mig vita af henni .) Ísland er en þá Ísland, ég er að búin að kenna og er á fullu í prófstússi sem er ágætt. Hlakka til að fá þig heim! Ástar knús til Einars og Dagnýu

Brynhildur (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 29. apr. 2009

Kveðja frá Flateyri

Vona að þú haldir áfram að blogga! Sé þig því miður aldrei birtast á opnusíðu vefmoggans - hvað þarf til þess? Búin að kjósa og á leið suður með flugi. Bestu kveðjur til ykkar allra Jóhanna

Jóhanna Kristjánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 25. apr. 2009

Jóhanna Kr

Sumarkveðjur úr vestfriskri stórhríð Jóhanna frænka

Jóhanna Kristjánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 23. apr. 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband