Úff, óhugnaleg melding frá Þýskalandi

Ekki var Adam lengi í Paradís. Góða tilfinningin eftir lestur greinar Jóns G. Jónssonar varð að engu þegar ég las þetta

Stjörnublaðamaðurinn Amborse á Telegraph fjallar um þýska stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtoga sem segja að mikil hætta sé á að upp úr sjóði og til götuátaka komi í Þýskalandi á næstu mánuðum. þetta er ekki öfga-fólk úr Die Linke sem Amborse vitnar í heldur Gesine Swann sem hefur tvisvar verið frambjóðandi SDP í forsetakosningunum og Michael Sommer sem er formaður Sambands þýskra verkalýðsfélaga (DGB). Sommers segir fjöldauppsagnir vera "stríðsyfirlýsingu við þýska verkamenn".

Úff!

Ég hef lengi furða mig á því að ekkert er fjallað um lýðræðishallan og vaxandi ókyrrð í ESB löndunum í umræðunni hér heima. Þrátt fyrir að síðastliðin ár hafi verið ein mestu góðærisár mannkynssögunnar þá er hefur óánægja meðal Evrópubúa (sérstaklega meðal verkafólks) farið hratt vaxandi. Hér má sjá ógnvekjandi tölur um hvernig hallað hefur á frjálslynd viðhorf í Sambandinu undanfarin ár. Hvað gerist í kreppunni?

 

ps. Ég mæli með að þið kíkið á þessar tölur og berið saman viðhorfin í ESB löndunum annars vegar og hins vegar í Bandaríkjunum. Af því að spurningin um ESB virðist fyrst og fremst vera Identity pólítík þá skulið þið spyrja ykkur: Hvort samsvara viðhorfin í ESB eða BNA betur mínum eigin?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband