Hræsni Samfylkingarinnar gagnvart eignarréttinum

Á sama tíma og ríkisstjórnin ræðst í grímulausa eignarupptöku hjá einni af undirstöðuatvinnugrein íslenska hagkerfisins, skrifar viðskiptaráðherra:

Ég verð hins vegar því miður að hryggja þig [Jón Baldvin] með því að ríkið á ekki kost á því að undanþiggja vont fólk frá eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Það kemur í veg fyrir að hægt sé að gera eignir þess upptækar án þess að reikningurinn lendi á ríkinu. (Sjá hér)

Þetta eru rök Gylfa fyrir því að ekki sé hægt að ráðast í niðurfellingu skulda. Vonda fólkið sem hann vísar til eru spákaupmennirnir sem eiga stóran hluta af húsnæðislánum bankanna. 

Það er ekki hægt að skilja stefnu Samfylkingarinnar nema á þann veg að þar á bæ setji menn alþjóðlega fjármagsmarkaði skörinni hærra en sjávarútveginn. Þetta er í samræmi við "alþjóðahyggju" flokksins sem að undanförnu er farin að líkjast æ meira andstöðu við allt það sem innlent er. 

Það voru alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir sem öðru fremur eru ábyrgir fyrir fjármálahruninu hér á landi og í heiminum öllum. Engu að síður eru það eignir sjávarútvegsins og heimilanna sem gera á upptækar. Allt í nafni þess að ekki megi styggja fjármagsmarkaði.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband