Jóhanna gegn "neo-libertarianism"

Uppi hafa verið vangavaltur um enskukunnáttu forsætisráðherra. Vangavelturnar voru ekki úr lausu lofti gripnar; þegar Jóhanna ræddi loks við erlenda blaðamenn gerði hún það með aðstoð túlks. Ef einhverjir höfðu áhyggjur af tungumálakunnáttu Jóhönnu þá virðist það hins vegar hafa verið ástæðulaust. Hún virðist geta tjáð sig af ótrúlegri næmi og kunnáttu við erlendu pressuna. Í frétt Financial Times um niðurstöður kosninganna rakst ég t.d. á eftirfarandi tilvitnun: 

"“The people of Iceland are settling the score with the past, with the neo-libertarianism which has been in power here for too long,” said Ms Sigurdardottir, a 66-year-old former flight attendant who is openly gay. There is a demand for a change of values. “There is a demand for a change of values.” 

 "Neo-libertarianism!" Ég vissi ekki einu sinni að það væri til íslensk þýðing á orðinu. Hingað til hefur veri verið mjög erfitt að þýða libertarianism. Frjálshyggja er liberalism og ný-frjálshyggja er neo-liberalism. Satt að segja veit ég ekki hvernig á að þýða libertarianism. 

Þá verð ég að viðurkenna að ég vissi ekki hvað "neo-libertarianism" var þegar ég rakst á þessa tilvitnun. Hin trausa Wikipedia og google komu mér þó á sporið og neo-libertarianism virðist vera mjög afmörkuð hefð fáeinna libertarianista sem borið hafa blak af utanríkisstefnu neo-conservatista. Það var nefnilega það. 

Fyrir það fyrsta þá er libertariansimi mjög flókin hefð sem erfitt er að fella að hinum hefðbundna hægri og vinstri mælikvarða. Þannig er Noam Chomsky stundum kallaður Left-libertarian, en libertarianistar aðhyllast venjulega hugmyndir um lágmarkaðsríkið. Það er einfaldlega fráleitt að kenna valdtíma sjálfstæðisflokksins við libertarianism þar sem ríkið hefur blásið út í valdatíð Sjallanna - illu heilli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heill og sæll vinur - til lukku með samfélagslegu virknina,, Kristján Torfi, Granada." Fara reyna að ná einu símtali vinur...skype.

atli (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:06

2 identicon

Hæ elsku bróðir til hamingju með síðuna :) Frábært alveg.

Brynhildur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Við miðlum hugsunum okkar til annarra á ýmsan hátt. Mjög mikilvægt tæki í því eru samræður og rit. Ef hugsun okkar er ónákvæm eða óský endurspegla það bæði orðræður okkar og skrif. Ætli þetta dæmi sem þú rekur þarna sé ekki til marks um þetta?

Helgi Kr. Sigmundsson, 30.4.2009 kl. 14:39

4 identicon

Blessaður, vildi bara senda smá kveðju héðan af Snæfellsnesinu. Ferðu eitthvað lengur til Paddys að horfa á boltann? Hafðu það gott,

Steini.

Steini Eyþórs (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:20

5 identicon

Blessaður karlinn! Missti því miður netfangið þitt eftir að framtíðarsýnin hvarf í myrkrið en hef sent ykkur granöðum uppbyggileg hugskeyti annað slagið. Líst vel á bloggið - bloggheimum veitir ekki af vitrænni viðbót. Ertu að búska eitthvað með hagfræðipælingunum?

Sindri (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:50

6 Smámynd: Kristján Torfi Einarsson

Sælt veri fólkið og takk fyrir innlitið,

Atli: Nú er ég búinn að kveikja á Skype og bíð í ofvæni eftir spjalli. 

Helgi: Jú, þetta er dæmi um það en þetta er ekki ómeðvitað heldur vel ígrundað spinn. 

Steini: Tóta bauð okkur upp á bjór og veitingar á kosningadaginn, en við hittum hana reglulega á þönum fyrir utan Seis Peniques.  Annars er orðið erfitt að ganga niður Pavaneras því auk Tótu hittir maður Paddy sem býður líka í glas og vill ólmur ræða um efnahagshrun Íslands og Írlands. 

Sindri: Hef ekki treyst mér í böskið en er að byggja mig upp; sæki reglulega gítartíma og repertoríið er að verða boðlegt.  

Vona að þið hafið það öll gott og hlakka til að hitta ykkur aftur. 

Kristján Torfi Einarsson, 1.5.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband