Ótímabær bjartsýni Gylfa - það er ekkert að óttast nema óttaleysið
Fimmtudagur, 23.4.2009
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra er bjartsýnn á framhaldið í dag. Við erum komin yfir erfiðasta hjallann, aðeins eitt ár eftir af vandræðum og svo kemur betri tíð. Það hlýtur að vera gott veður á Íslandi í dag.
"Hreinar" skuldir ríkisins verði jafnvel minni en hjá nágranna ríkjum okkar, segir Gylfi. Upplýsingar um skuldastöðu ríkisins eru fyrir það fyrsta mjög á reiki og ég veit að það er auðvelt að týnast í því feni, en ég er ekki að kaupa þetta. Ekki er búið að skilja á milli gömlu og nýju bankanna en mér skilst að erlendu kröfuhafarnir sæki það stíft að fá ríkisábyrgð gegn því að þeir afskrifi hluta krafnanna. Upphaflega var lagt upp með að kaupa innlenda lánasafnið á 50% afslætti. Þetta hljómar í mín eyru eins og uppskrift að nýrri bankakreppu. Það sem nú þegar er komið fram um heimtur á lánum frá íslenskum eignarhaldsfélögum eru tölur í kringum 10%, en helmingur útlána bankanna var til eignarhaldsfélaga.
Þetta með "hreinu" skuldastöðuna hljómar líka vafasamt. Aldrei er fjallað um hreina skuldastöðu ríkja í fjölmiðlum erlendis og ég hef aldrei séð slíkan samanburð (Maastricht skilyrðin miða t.d. ekki við nettó stöðuna). Erlend skuldastaða Bandaríkjanna nálgast óðfluga 100% af VLF og þar hafa allir miklar áhyggjur af þróuninni, en aldrei hef ég heyrt menn tala um nettó stöðuna. Bandaríkjamenn eiga meiri eignir erlendis en þeir skulda (þeir eiga t.d. Írak, eitt stærsta olíusvæði heims) en aldrei hef ég heyrt ráðamenn Vestra stæra sig af jákvæðri eignastöðu landsins. Þess fyrir utan þá skuldar BNA bara í dollurum en ekki í erlendum gjaldmiðlum eins og við. Hvað máli skipta líka eignir eins og Íbúðalánasjóður, Landsvirkjun og fasteignir ríkisins í þessu samhengi? Eru þetta seljanlegar eignir? Er viðskiptavild inni í þessum reikningum? Er fyrirhuguð eignarupptaka á kvótanum gerð til þess að laga eignastöðuna á efnahagsreikning ríkisins?
Hagtölur eru í sjálfum sér vafasamari en andskotinn og eins og Íslendingar þekkja þjóða best er hægt að teygja og beygja efnahagsreikninga og þjóðhagsspár út í hið óendalega. Ég er allavega langt í frá sannfærður um að allt sé í lukkunnar standi - fordæmin hræða.
Hvort er hættulegra bjarsýni eða bölsýni?
Þetta bjartsýniskast Gylfa er í samræmi við tíðarandann erlendis síðustu daga. Seðlabankastjórar og ráðamenn í BNA og ESB hafa undanfarið látið rósrauð ummæli falla um að í senn komi betri tíð. Uppáhaldsorðið í umræðunni er "green shots" en menn sjá "rótarskot" eða batamerki hér og þar í hagtölunum. Bjartsýnin stafar aðallega af því að hægt hefur á samdrættinum síðastliðnar vikur, en fyrr má nú vera: Samdrátturinn í iðnaðarframleiðslu stærstu hagkerfa heims í desember og janúar sl. var hraðari en þegar verst lét í Kreppunni miklu.
Áhrifamesti blaðamaður heims á sviði efnahagsmála (skv. elítukönnun tímaritsins Foreign Policy), diplómatíski hagfræðingurinn Martin Wolf (economic editor hjá Financial Time) skrifaði að vanda frábæra grein um málið síðastliðin þriðjudag. "Why the green shoots of recovery could yet wither". Ólíkt AGS sem gaf það út fyrir þremur vikum að þjóðhagslegt ójafnvægi í heiminum hefði ekki orsakað kreppuna (tilviljun? engin stofnun ræður meir um þjóðhagslegt umhverfi heimsins) þá vill Martin Wolf meina að rót vandræðanna liggi þar. Hann segir að raunverulegur bati geti ekki hafist fyrr en ójafnvægið í alþjóðlegum viðskiptum lagist (það hefur ekkert batnað þrátt fyrir kreppuna) og hagkerfi heimsins gangi í gegnum "afgrírun" (de-leveraging), þ.e. skuldaeyðingu.
Ég gleymi aldrei grein sem Martin Wolf skrifaði í febrúar 2007 um hálfu ári áður en vandræðin á lánamörkuðum fóru að gera vart um sig. Þar fjallaði hann um skuldabréfamarkaðinn og furðaði sig á litlum vaxtamun á milli áhættusamra og öruggra fjárfestinga (eins og litlum mun á lánakjörum íslensku bankanna og JP Morgan svo dæmi sé tekið). Í greininni snéri hann snilldarlega úr frægum orðum Roosvelt (það er ekkert að óttast nema óttan sjálfan) og skrifaði: Það er ekkert að óttast nema óttaleysið.
Ég veit ekki með ykkur en ég tek meira mark á hagfræðingum sem sáu vandræðin fyrir en þeim glórulausu - hvað þá hagfræðingum sem jafnframt eru stjórnmálamenn.
"Hreinar" skuldir ríkisins verði jafnvel minni en hjá nágranna ríkjum okkar, segir Gylfi. Upplýsingar um skuldastöðu ríkisins eru fyrir það fyrsta mjög á reiki og ég veit að það er auðvelt að týnast í því feni, en ég er ekki að kaupa þetta. Ekki er búið að skilja á milli gömlu og nýju bankanna en mér skilst að erlendu kröfuhafarnir sæki það stíft að fá ríkisábyrgð gegn því að þeir afskrifi hluta krafnanna. Upphaflega var lagt upp með að kaupa innlenda lánasafnið á 50% afslætti. Þetta hljómar í mín eyru eins og uppskrift að nýrri bankakreppu. Það sem nú þegar er komið fram um heimtur á lánum frá íslenskum eignarhaldsfélögum eru tölur í kringum 10%, en helmingur útlána bankanna var til eignarhaldsfélaga.
Þetta með "hreinu" skuldastöðuna hljómar líka vafasamt. Aldrei er fjallað um hreina skuldastöðu ríkja í fjölmiðlum erlendis og ég hef aldrei séð slíkan samanburð (Maastricht skilyrðin miða t.d. ekki við nettó stöðuna). Erlend skuldastaða Bandaríkjanna nálgast óðfluga 100% af VLF og þar hafa allir miklar áhyggjur af þróuninni, en aldrei hef ég heyrt menn tala um nettó stöðuna. Bandaríkjamenn eiga meiri eignir erlendis en þeir skulda (þeir eiga t.d. Írak, eitt stærsta olíusvæði heims) en aldrei hef ég heyrt ráðamenn Vestra stæra sig af jákvæðri eignastöðu landsins. Þess fyrir utan þá skuldar BNA bara í dollurum en ekki í erlendum gjaldmiðlum eins og við. Hvað máli skipta líka eignir eins og Íbúðalánasjóður, Landsvirkjun og fasteignir ríkisins í þessu samhengi? Eru þetta seljanlegar eignir? Er viðskiptavild inni í þessum reikningum? Er fyrirhuguð eignarupptaka á kvótanum gerð til þess að laga eignastöðuna á efnahagsreikning ríkisins?
Hagtölur eru í sjálfum sér vafasamari en andskotinn og eins og Íslendingar þekkja þjóða best er hægt að teygja og beygja efnahagsreikninga og þjóðhagsspár út í hið óendalega. Ég er allavega langt í frá sannfærður um að allt sé í lukkunnar standi - fordæmin hræða.
Hvort er hættulegra bjarsýni eða bölsýni?
Þetta bjartsýniskast Gylfa er í samræmi við tíðarandann erlendis síðustu daga. Seðlabankastjórar og ráðamenn í BNA og ESB hafa undanfarið látið rósrauð ummæli falla um að í senn komi betri tíð. Uppáhaldsorðið í umræðunni er "green shots" en menn sjá "rótarskot" eða batamerki hér og þar í hagtölunum. Bjartsýnin stafar aðallega af því að hægt hefur á samdrættinum síðastliðnar vikur, en fyrr má nú vera: Samdrátturinn í iðnaðarframleiðslu stærstu hagkerfa heims í desember og janúar sl. var hraðari en þegar verst lét í Kreppunni miklu.
Áhrifamesti blaðamaður heims á sviði efnahagsmála (skv. elítukönnun tímaritsins Foreign Policy), diplómatíski hagfræðingurinn Martin Wolf (economic editor hjá Financial Time) skrifaði að vanda frábæra grein um málið síðastliðin þriðjudag. "Why the green shoots of recovery could yet wither". Ólíkt AGS sem gaf það út fyrir þremur vikum að þjóðhagslegt ójafnvægi í heiminum hefði ekki orsakað kreppuna (tilviljun? engin stofnun ræður meir um þjóðhagslegt umhverfi heimsins) þá vill Martin Wolf meina að rót vandræðanna liggi þar. Hann segir að raunverulegur bati geti ekki hafist fyrr en ójafnvægið í alþjóðlegum viðskiptum lagist (það hefur ekkert batnað þrátt fyrir kreppuna) og hagkerfi heimsins gangi í gegnum "afgrírun" (de-leveraging), þ.e. skuldaeyðingu.
Ég gleymi aldrei grein sem Martin Wolf skrifaði í febrúar 2007 um hálfu ári áður en vandræðin á lánamörkuðum fóru að gera vart um sig. Þar fjallaði hann um skuldabréfamarkaðinn og furðaði sig á litlum vaxtamun á milli áhættusamra og öruggra fjárfestinga (eins og litlum mun á lánakjörum íslensku bankanna og JP Morgan svo dæmi sé tekið). Í greininni snéri hann snilldarlega úr frægum orðum Roosvelt (það er ekkert að óttast nema óttan sjálfan) og skrifaði: Það er ekkert að óttast nema óttaleysið.
Ég veit ekki með ykkur en ég tek meira mark á hagfræðingum sem sáu vandræðin fyrir en þeim glórulausu - hvað þá hagfræðingum sem jafnframt eru stjórnmálamenn.
Athugasemdir
Þetta er skarpleg greining og rökstudd ádrepa. Ég er sjálfur ekki sérlega bjartsýnn (ennþá) á heimsbúskapinn, en ég held að Ísland hafi þrátt fyrir allt valið réttu leiðina, þ.e. að láta bankanna fara á hausinn og strika yfir skuldir þeirra, fremur en að skuldsetja skattborgara frekar til að halda í þeim lífinu. Erlendis er verið að lækna skuldavanda með meiri skuldum, og hættan er sú að það leiði aðeins til nýrrar kreppu eftir einhvern tíma ef engar grundvallarbreytingar eru gerðar í millitíðinni.
Varðandi "hreinu" skuldirnar, þá getum við vonandi verið sammála um að AGS lánið á ekki að teljast til brúttóskulda meðan það liggur ónotað inni á reikningi hjá Federal Reserver Bank of New York. Vissulega greiðum við vaxtamun af peningunum en við gætum endurgreitt skuldina hvenær sem er (ef við ætluðum að slátra krónunni endanlega). AGS lánið og lánalínur verða aðeins notað til að kaupa krónur (peningalegar eignir) tímabundið til að halda við gengið.
Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.4.2009 kl. 18:21
Já, við skulum vona að ekki sé verið að ganga á AGS lánið. Veit ekki alveg hvernig á að túlka tölurnar í Seðlabankanum, en tölurnar benda til þess að eitthvað hafi gengið á sjóðinn. Við skulum vona - ég kann ekki að lesa þetta.
Það er undarlegt til þess að hugsa að í sögubókum framtíðar gætu Hryðjuverkalögin verið talin lán í óláni. Það voru jú þau sem leiddu til þess að bankarnir voru gerðir gjaldþrota en ekki haldið lengur í kostnaðarsömum súrefniskassa.
Kristján Torfi Einarsson, 24.4.2009 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.